Fágætar eftirprentanir finnast á lager 14. september 2010 18:45 Dularfullur fengur Jóhann Páll með dularfullu möppurnar sem væntanlega voru pantaðar af Ragnari í Smára en í þeim eru eftirprentanir af vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar. Fréttablaðið/anton „Væntanlega kemur þessi mappa með Ásgríms-myndunum frá gamla Helgafells-lagernum þegar Ragnar í Smára var upp á sitt besta,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Vel á þriðja tug mappa með eftirprentunum af vatnslitamyndum eftir Ásgrím Jónsson fundust nýlega á lager Forlagsins úti á Fiskislóð. Jóhann hyggst bjóða þær til sölu gegn vægu verði, tæplega tuttugu þúsund krónur, á bókamarkaði Forlagsins en frumskógarlögmálið verður látið gilda; fyrstir koma, fyrstir fá. Jóhann segist ekki hafa hugmynd um hvaðan þessar eftirprentanir komi. Hann bendir hins vegar á að myndirnar séu prentaðar á mjög vandaðan pappír og allt efni í kringum þær sé á ensku. „Við höfum verið að kanna tilurð þessara mappa, af hvaða tilefni ráðist var í gerð þeirra. Við heyrðum af því að svona mappa hefði verið boðin upp hjá Gallerí Fold fyrir 25 þúsund krónur og að hún hefði verið prentuð fyrir heimssýninguna 1967 í Montreal.“ Jóhann segir að hans fólk hafi eytt lunganum úr gærdeginum í að ræða við Ásgríms-sérfræðinga landsins. Hann útilokar ekki að kannski hafi Ragnar í Smára ætlað að koma Ásgrími á framfæri við útlendinga, möppurnar hafi verið drög að hálfgerðri útrás útgefandans fyrir íslenska listamanninn. „Auðvitað ætti maður að geyma þetta sjálfur, þetta gerir jú ekkert annað en að hækka í verði.“- fgg Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Væntanlega kemur þessi mappa með Ásgríms-myndunum frá gamla Helgafells-lagernum þegar Ragnar í Smára var upp á sitt besta,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Vel á þriðja tug mappa með eftirprentunum af vatnslitamyndum eftir Ásgrím Jónsson fundust nýlega á lager Forlagsins úti á Fiskislóð. Jóhann hyggst bjóða þær til sölu gegn vægu verði, tæplega tuttugu þúsund krónur, á bókamarkaði Forlagsins en frumskógarlögmálið verður látið gilda; fyrstir koma, fyrstir fá. Jóhann segist ekki hafa hugmynd um hvaðan þessar eftirprentanir komi. Hann bendir hins vegar á að myndirnar séu prentaðar á mjög vandaðan pappír og allt efni í kringum þær sé á ensku. „Við höfum verið að kanna tilurð þessara mappa, af hvaða tilefni ráðist var í gerð þeirra. Við heyrðum af því að svona mappa hefði verið boðin upp hjá Gallerí Fold fyrir 25 þúsund krónur og að hún hefði verið prentuð fyrir heimssýninguna 1967 í Montreal.“ Jóhann segir að hans fólk hafi eytt lunganum úr gærdeginum í að ræða við Ásgríms-sérfræðinga landsins. Hann útilokar ekki að kannski hafi Ragnar í Smára ætlað að koma Ásgrími á framfæri við útlendinga, möppurnar hafi verið drög að hálfgerðri útrás útgefandans fyrir íslenska listamanninn. „Auðvitað ætti maður að geyma þetta sjálfur, þetta gerir jú ekkert annað en að hækka í verði.“- fgg
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira