Viðskipti erlent

Fær 2,8 milljarða fyrir hálfsárs starf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steve Jobs tók sér hálfsárs veikindaleyfi.
Steve Jobs tók sér hálfsárs veikindaleyfi.
Tim Cook, sem var starfandi forstjóri Apple fyrirtækisins, fær 22, milljónir dollara eða 2,8 milljarða króna fyrir að stýra fyrirtækinu í sex mánuði á meðan að Steve Jobs var í veikindaleyfi.

Cook fær fimm fimm milljónir dollara, tæpar 600 milljónir króna í reiðufé, en 17 milljónir dollara, eða 2,2 milljarða króna, í hlutafé í Apple fyrirtækinu.

Það var sjálfur Steve Jobs sem ákvað að Cook fengi þessi laun. Hann var í veikindaorlofi frá janúar til júní á síðasta ári þegar að grædd var í hann lifur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×