Klámnotkun Jóns Gnarr rædd í borgarráði Erla Hlynsdóttir skrifar 8. september 2010 15:38 Jón Gnarr segist aðallega skoða klám á netinu. Mynd: GVA Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um klámnotkun hans verði tekin til umræðu í borgarráði í fyrramálið. Jón Gnarr var spurður að því í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón hlæjandi: „Aðallega klám." Spurð hvort þetta hafi ekki einfaldlega verið saklaus brandari hjá Jóni svarar Sóley: „Brandari kannski en ég get ekki fallist á að hann sé saklaus. Svona brandari gerir ekkert annað en að normalísera klám. Húmor er beitt vopn eins og Jón Gnarr veit vel. Með þessum brandara, ef um brandara er að ræða, er Jón Gnarr að nota hann til að normalísera klámnotkun. Það er mjög alvarlegt og í beinni andstöðu við yfirlýsta stefnu borgarinnar í mannréttindamálum," segir Sóley. Henni finnst með öllu ólíðandi að borgarstjóri geri klámnotkun að gamanmáli. „Það er alveg skýrt í mannréttindastefnu borgarinnar að hún ætlar að beita sér gegn klámvæðingu og borgarstjóri þarf að vinna samkvæmt því. Það er líka alvarlegt þegar alþjóðasamfélagið fær þessi skilaboð frá borgarstjóra höfuðborgar jafnréttisríkisins Íslands." Sóley bendir á að margir af yngri kynslóðinni líta upp til Jóns Gnarr og taka viðhorf hans sér til fyrirmyndar. „Það má velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á unga drengi því borgarstjóri Reykjavíkur er fyrirmynd margra drengja. Klámnotkun á Íslandi er vandamál og það er mikilvægt að borgarstjórinn beiti sér með en ekki á móti þeim opinberu stofnunum sem eru að berjast gegn kynlífsþrælkun og mansali en geri ekki lítið úr þeirri baráttu með svona ummælum," segir Sóley. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um klámnotkun hans verði tekin til umræðu í borgarráði í fyrramálið. Jón Gnarr var spurður að því í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón hlæjandi: „Aðallega klám." Spurð hvort þetta hafi ekki einfaldlega verið saklaus brandari hjá Jóni svarar Sóley: „Brandari kannski en ég get ekki fallist á að hann sé saklaus. Svona brandari gerir ekkert annað en að normalísera klám. Húmor er beitt vopn eins og Jón Gnarr veit vel. Með þessum brandara, ef um brandara er að ræða, er Jón Gnarr að nota hann til að normalísera klámnotkun. Það er mjög alvarlegt og í beinni andstöðu við yfirlýsta stefnu borgarinnar í mannréttindamálum," segir Sóley. Henni finnst með öllu ólíðandi að borgarstjóri geri klámnotkun að gamanmáli. „Það er alveg skýrt í mannréttindastefnu borgarinnar að hún ætlar að beita sér gegn klámvæðingu og borgarstjóri þarf að vinna samkvæmt því. Það er líka alvarlegt þegar alþjóðasamfélagið fær þessi skilaboð frá borgarstjóra höfuðborgar jafnréttisríkisins Íslands." Sóley bendir á að margir af yngri kynslóðinni líta upp til Jóns Gnarr og taka viðhorf hans sér til fyrirmyndar. „Það má velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á unga drengi því borgarstjóri Reykjavíkur er fyrirmynd margra drengja. Klámnotkun á Íslandi er vandamál og það er mikilvægt að borgarstjórinn beiti sér með en ekki á móti þeim opinberu stofnunum sem eru að berjast gegn kynlífsþrælkun og mansali en geri ekki lítið úr þeirri baráttu með svona ummælum," segir Sóley.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira