Klámnotkun Jóns Gnarr rædd í borgarráði Erla Hlynsdóttir skrifar 8. september 2010 15:38 Jón Gnarr segist aðallega skoða klám á netinu. Mynd: GVA Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um klámnotkun hans verði tekin til umræðu í borgarráði í fyrramálið. Jón Gnarr var spurður að því í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón hlæjandi: „Aðallega klám." Spurð hvort þetta hafi ekki einfaldlega verið saklaus brandari hjá Jóni svarar Sóley: „Brandari kannski en ég get ekki fallist á að hann sé saklaus. Svona brandari gerir ekkert annað en að normalísera klám. Húmor er beitt vopn eins og Jón Gnarr veit vel. Með þessum brandara, ef um brandara er að ræða, er Jón Gnarr að nota hann til að normalísera klámnotkun. Það er mjög alvarlegt og í beinni andstöðu við yfirlýsta stefnu borgarinnar í mannréttindamálum," segir Sóley. Henni finnst með öllu ólíðandi að borgarstjóri geri klámnotkun að gamanmáli. „Það er alveg skýrt í mannréttindastefnu borgarinnar að hún ætlar að beita sér gegn klámvæðingu og borgarstjóri þarf að vinna samkvæmt því. Það er líka alvarlegt þegar alþjóðasamfélagið fær þessi skilaboð frá borgarstjóra höfuðborgar jafnréttisríkisins Íslands." Sóley bendir á að margir af yngri kynslóðinni líta upp til Jóns Gnarr og taka viðhorf hans sér til fyrirmyndar. „Það má velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á unga drengi því borgarstjóri Reykjavíkur er fyrirmynd margra drengja. Klámnotkun á Íslandi er vandamál og það er mikilvægt að borgarstjórinn beiti sér með en ekki á móti þeim opinberu stofnunum sem eru að berjast gegn kynlífsþrælkun og mansali en geri ekki lítið úr þeirri baráttu með svona ummælum," segir Sóley. Fréttir ársins 2010 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um klámnotkun hans verði tekin til umræðu í borgarráði í fyrramálið. Jón Gnarr var spurður að því í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón hlæjandi: „Aðallega klám." Spurð hvort þetta hafi ekki einfaldlega verið saklaus brandari hjá Jóni svarar Sóley: „Brandari kannski en ég get ekki fallist á að hann sé saklaus. Svona brandari gerir ekkert annað en að normalísera klám. Húmor er beitt vopn eins og Jón Gnarr veit vel. Með þessum brandara, ef um brandara er að ræða, er Jón Gnarr að nota hann til að normalísera klámnotkun. Það er mjög alvarlegt og í beinni andstöðu við yfirlýsta stefnu borgarinnar í mannréttindamálum," segir Sóley. Henni finnst með öllu ólíðandi að borgarstjóri geri klámnotkun að gamanmáli. „Það er alveg skýrt í mannréttindastefnu borgarinnar að hún ætlar að beita sér gegn klámvæðingu og borgarstjóri þarf að vinna samkvæmt því. Það er líka alvarlegt þegar alþjóðasamfélagið fær þessi skilaboð frá borgarstjóra höfuðborgar jafnréttisríkisins Íslands." Sóley bendir á að margir af yngri kynslóðinni líta upp til Jóns Gnarr og taka viðhorf hans sér til fyrirmyndar. „Það má velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á unga drengi því borgarstjóri Reykjavíkur er fyrirmynd margra drengja. Klámnotkun á Íslandi er vandamál og það er mikilvægt að borgarstjórinn beiti sér með en ekki á móti þeim opinberu stofnunum sem eru að berjast gegn kynlífsþrælkun og mansali en geri ekki lítið úr þeirri baráttu með svona ummælum," segir Sóley.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira