Viðskipti erlent

Hjálparhöndin enn til staðar

Seðlabankastjórar Englandsbanka og evrópska seðlabankans segja ekki tímabært að draga úr björgunaraðgerðum. Fréttablaðið/afp
Seðlabankastjórar Englandsbanka og evrópska seðlabankans segja ekki tímabært að draga úr björgunaraðgerðum. Fréttablaðið/afp
Seðlabanki Evrópu og Englands ákváðu báðir í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Stýrivextir Englandsbanka standa í hálfu prósenti en á evrusvæðinu í einu prósenti. Vextir Englandsbanka hafa ekki verið lægri í nokkur hundruð ár.

Bæði Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, og Jean-Claude Trichet, hjá evrópska seðlabankanum, sögðu ekki tímabært að breyta vaxtastigi. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir Trichet að þrátt fyrir hættuna sem stafað gæti af of miklu peningamagni í umferð myndi bankinn ekki draga úr aðstoð sinni við fjármálafyrirtæki. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×