Ábyrgðinni velt af ríkinu á lífeyrissjóði 17. september 2010 04:00 þéttsetið var á fundi um fjárfestingarstefnu framtakssjóðsins Framtakssjóðurinn var gagnrýndur harðlega í gær. Sparnað landsmanna á ekki að nýta til kaupa á hlutafé fyrirtækja í vanda og við endurreisn atvinnulífsins, segir Hallbjörn Karlsson, fjárfestir. Fréttablaðið/GVA Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira