Umfjöllun: Jafntefli enn eina ferðina Elvar Geir Magnússon skrifar 9. júní 2010 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld. Íslenski handboltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira