Viðskipti erlent

Stóru bönkunum í Bretlandi verði skipt upp

Þverpólitísk nefnd á breska þinginu sem á að leggja línurnar fyrir næstu ríkisstjórn um framtíðarskipulag breska bankakerfisins er sögð undirbúa tillögur sem gera ráð fyrir að skipta verður upp stærstu bönkum landsins.

David Davis, þingmaður íhaldsflokksins, sem fer fyrir nefndinni segir í viðtali við Sunday Telegraph að þrátt fyrir að skýrslan sé ekki tilbúin sé samdóma álit nefndarmanna á þá leið að skipta verði bönkunum upp og setja þeim skorður hvað varðar stærð þeirra og verksvið.

„Við verðum að gera þetta, þrátt fyrir að önnur lönd fari ekki að fordæmi okkar," segir Davis. „Og ef það verður til þess að illa reknir bankar fara héðan, þá hvað með það?"

Búist er við því að skýrsla nefndarinnar liggi fyrir tveimur vikum eftir næstu kosningar í Bretlandi sem líklegast verða í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×