Góðir gestir á ástarplötu 21. október 2010 12:00 ný plata komin út <B>Stuart Murdoch, forsprakki Belle & Sebastian, á tónleikum í Englandi í sumar. </B>Norah Jones og <B>Carey Mulligan eru gestir á nýjustu plötu sveitarinnar.nordicphotos/getty</B> Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f Lífið Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f
Lífið Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira