Handbolti

Einar: Sigurbjörg á heima í landsliðinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, var ánægður með sitt lið í leikjunum tveimur gegn Podatkova.
Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, var ánægður með sitt lið í leikjunum tveimur gegn Podatkova.

Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Sigurbjörgu Jóhannsdóttur eftir að liðið vann öruggan sigur á Podatkova frá Úkraínu í dag. Sigurbjörg var markahæst í leiknum með átta mörk.

„Hún sýndi það að hún á vel heima í íslenska landsliðinu. Hún er að spila á alþjóðlegum mælikvarða mjög vel," sagði Einar sem var á heildina mjög sáttur við frammistöðu síns liðs í leikjunum tveimur gegn Podatkova.

„Við vorum að spila mjög vel langstærstan hluta þó botninn hafi skiljanlega aðeins dottið úr þessu í lokin. Það er oft erfitt að halda einbeitingu þegar lið er komið með tíu marka forystu, ég róteraði kannski mannskapnum líka of mikið."

„Við höfum verið að spila mjög vel í Evrópukeppninni. Á heildina litið er ég mjög ánægður með hvernig við vorum í þessum tveimur leikjum. Við vissum að þær kæmu öflugri í dag en í gær, þannig er saga þeirra í Evrópukeppninni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×