GM lýkur stærsta hlutafjárútboði sögunnar 18. nóvember 2010 09:11 Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) hefur lokið stærsta hlutafjárútboði sögunnar og er mættur aftur til leiks í kauphöllinni á Wall Street. Alls seldust hlutir fyrir 23,1 milljarða dollara eða um 2.600 milljarða kr. Þar með er þetta útboð um milljarði dollara stærra en útboð Agricultural Bank of China á markaðinum í Hong Kong fyrr í ár en það nam 22,1 milljarði dollara. Í júní í fyrra lá ljóst fyrir að GM myndi lýsa sig gjaldþrota og verða þar með stærsta iðnaðarfyrirtæki í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hefur gert. Þá gripu bandarísk stjórnvöld inn í og lögðu GM til 50 milljarða dollara í neyðaraðstoð. Á móti eignaðist hið opinbera 61% hlut í GM. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fengið 13,6 milljarða dollara í útboðinu nú en talið er að stjórnvöld hafi selt minna en helming af hlut sínum í GM. Verð á hlut í útboðinu nam 33 dollurum. Bloomberg-fréttaveitan hefur reiknað það út að ef stjórnvöld vestan hafs eigi ekki að tapa á neyðaraðstoð sinni þurfi að fást 53 dollara á hlutinn af þeim sem enn eru í eigu hins opinbera. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) hefur lokið stærsta hlutafjárútboði sögunnar og er mættur aftur til leiks í kauphöllinni á Wall Street. Alls seldust hlutir fyrir 23,1 milljarða dollara eða um 2.600 milljarða kr. Þar með er þetta útboð um milljarði dollara stærra en útboð Agricultural Bank of China á markaðinum í Hong Kong fyrr í ár en það nam 22,1 milljarði dollara. Í júní í fyrra lá ljóst fyrir að GM myndi lýsa sig gjaldþrota og verða þar með stærsta iðnaðarfyrirtæki í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hefur gert. Þá gripu bandarísk stjórnvöld inn í og lögðu GM til 50 milljarða dollara í neyðaraðstoð. Á móti eignaðist hið opinbera 61% hlut í GM. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fengið 13,6 milljarða dollara í útboðinu nú en talið er að stjórnvöld hafi selt minna en helming af hlut sínum í GM. Verð á hlut í útboðinu nam 33 dollurum. Bloomberg-fréttaveitan hefur reiknað það út að ef stjórnvöld vestan hafs eigi ekki að tapa á neyðaraðstoð sinni þurfi að fást 53 dollara á hlutinn af þeim sem enn eru í eigu hins opinbera.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira