Hærra og lægra en meðaltal OECD í margvíslegum samanburði 29. desember 2010 05:00 Heildarkostnaður við rekstur grunnskólastigsins er mestur á Íslandi í samanburði OECD. Er hann 54% hærri en meðaltalið. Á Íslandi voru 10 grunnskólabörn á hvern kennara árið 2008 og er það lægsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 16,4. Meðalstærð bekkja er lítil hér á landi eða 18 nemendur í bekk en samsvarandi meðaltal OECD er 21,7. Heildartími sem nemendur, 7-14 ára, fá í kennslu hér á landi er nálægt miðgildi OECD landa. Heildarkennslutími kennara er fremur stuttur hér miðað við hin OECD löndin eða 641 klukkustundir í samanburði við 786 klukkustunda meðaltal OECD. Hlutfall kennslutíma af heildarvinnutíma kennara er mjög lágt hér á landi eða 34,7% en er að meðaltali 47,4% innan OECD. Laun kennara eru lág hér á landi í samanburði við önnur OECD lönd. Að teknu tilliti til kaupmáttar eru byrjunarlaun grunnskólakennara hér á landi 84% af meðallaunum innan OECD, sé horft til launa miðað við 15 ára starfsreynslu voru laun kennara á Íslandi 69% af meðallaunum kennara innan OECD. Kostnaður við grunnskóla hefur aukist mjög undanfarin ár. Kostnaður við rekstur grunnskóla jókst úr 43 milljörðum árið 2003 í 52 milljarða árið 2008 eða um 24% (uppreiknað á verðlagi 2008). Kostnaður við hvern nemanda jókst um 24,5% á árunum 2004-2008. Á sama tíma fjölgar kennurum um 7,9% en öðru starfsfólki um 4,8%. Heildarvinnutími grunnskólakennara á ári hér á landi er nokkuð lengri en annars staðar. Hins vegar er hlutfall vinnutímans sem fer til kennslu nemenda lágt. Sú staðreynd kallar á mun fleiri kennara hérlendis til þess að uppfylla sambærilega kennsluþörf. Á árunum 2003-2008 fækkaði nemendum grunnskóla um 3%, stöðugildum grunnskólakennara fjölgaði um 13% og annars starfsfólks um 6,4%. Á sama tíma fjölgaði framhaldsskólanemendum um 17%, kennurum í framhaldsskólum fjölgaði um 16% og fjöldi annars starfsfólks framhaldsskólanna stóð nánast í stað. Úr greinargerð vinnuhóps um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Heildarkostnaður við rekstur grunnskólastigsins er mestur á Íslandi í samanburði OECD. Er hann 54% hærri en meðaltalið. Á Íslandi voru 10 grunnskólabörn á hvern kennara árið 2008 og er það lægsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 16,4. Meðalstærð bekkja er lítil hér á landi eða 18 nemendur í bekk en samsvarandi meðaltal OECD er 21,7. Heildartími sem nemendur, 7-14 ára, fá í kennslu hér á landi er nálægt miðgildi OECD landa. Heildarkennslutími kennara er fremur stuttur hér miðað við hin OECD löndin eða 641 klukkustundir í samanburði við 786 klukkustunda meðaltal OECD. Hlutfall kennslutíma af heildarvinnutíma kennara er mjög lágt hér á landi eða 34,7% en er að meðaltali 47,4% innan OECD. Laun kennara eru lág hér á landi í samanburði við önnur OECD lönd. Að teknu tilliti til kaupmáttar eru byrjunarlaun grunnskólakennara hér á landi 84% af meðallaunum innan OECD, sé horft til launa miðað við 15 ára starfsreynslu voru laun kennara á Íslandi 69% af meðallaunum kennara innan OECD. Kostnaður við grunnskóla hefur aukist mjög undanfarin ár. Kostnaður við rekstur grunnskóla jókst úr 43 milljörðum árið 2003 í 52 milljarða árið 2008 eða um 24% (uppreiknað á verðlagi 2008). Kostnaður við hvern nemanda jókst um 24,5% á árunum 2004-2008. Á sama tíma fjölgar kennurum um 7,9% en öðru starfsfólki um 4,8%. Heildarvinnutími grunnskólakennara á ári hér á landi er nokkuð lengri en annars staðar. Hins vegar er hlutfall vinnutímans sem fer til kennslu nemenda lágt. Sú staðreynd kallar á mun fleiri kennara hérlendis til þess að uppfylla sambærilega kennsluþörf. Á árunum 2003-2008 fækkaði nemendum grunnskóla um 3%, stöðugildum grunnskólakennara fjölgaði um 13% og annars starfsfólks um 6,4%. Á sama tíma fjölgaði framhaldsskólanemendum um 17%, kennurum í framhaldsskólum fjölgaði um 16% og fjöldi annars starfsfólks framhaldsskólanna stóð nánast í stað. Úr greinargerð vinnuhóps um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla.
Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira