Viðskiptavinir reikni út kjötverðið sjálfir 29. september 2010 04:00 guðmundur marteinsson „Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
„Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent