Guinness-auglýsing á Skálafellsjökli 28. apríl 2010 09:00 Leifur B. Dagfinnsson og félagar hjá True North urðu að bregðast skjótt við þegar gosið í Eyjafjallajökli setti samgöngur úr skorðum. Írski bjórframleiðandinn Guinness valdi Skálafellsjökul til að taka upp sjónvarpsauglýsingu á dögunum. Kvikmyndagerðarmenn náðu rétt svo að forða sér undan eldgosinu. „Menn þurftu að vera ansi snöggir að hugsa til að púsla þessu öllu saman," segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North. Fyrirtækið tók upp auglýsingu fyrir írska bjórframleiðandann Guinness á Skálafellsjökli. Auglýsingastofan vildi ná glæsilegu sólarlagi og því lagði kvikmyndagerðarfólkið snemma af stað upp á Skálafellsjökul að morgni 19. apríl. Sérsmíða þurfti Guinnes-flöskur fyrir auglýsinguna. „Við náðum alveg gullfallegum myndum og vorum bara að hlusta á fréttir milli fjögur og fimm og heyrðum þá af hugsanlegu eldgosi í Eyjafjallajökli," útskýrir Leifur en þá tók við ansi hröð atburðarás því loka þurfti brúnni yfir Markarfljót í kjölfar gossins og vegurinn suður fór í sundur á stórum kafla. „Það þýddi því ekkert annað en að koma sem flestum í flug frá Höfn og það voru einhverjir sem neyddust til að keyra hina leiðina," útskýrir Leifur. En þetta var ekki allt því strax daginn eftir hófust tökur í myndveri og þá vantaði sárlega svokallaða Phanton-myndavél sem er einstök og getur tekið þúsund ramma á sekúndu. Hún var hins vegar föst í London vegna flugbannsins fræga ásamt tveimur starfsmönnum. „Við leituðum úti um allt, til Suður-Afríku, Kanada, Bandaríkjanna en fundum hana ekki. Svo þurftum við að sérsmíða flöskurnar frægu og frysta þær á sérstakan hátt og þetta var náttúrlega heljarinnar ævintýri, svo ekki sé meira sagt." Starfsmenn auglýsingastofunnar sem höfðu veg og vanda af auglýsingunni voru síðan auðvitað fastir hér á Íslandi en að sögn Leifs var það hálfgert lán í óláni. „Þeir fóru í þyrluferð og á hestbak þannig að þetta varð svona meiri túristapakki sem er bara gott." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Írski bjórframleiðandinn Guinness valdi Skálafellsjökul til að taka upp sjónvarpsauglýsingu á dögunum. Kvikmyndagerðarmenn náðu rétt svo að forða sér undan eldgosinu. „Menn þurftu að vera ansi snöggir að hugsa til að púsla þessu öllu saman," segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North. Fyrirtækið tók upp auglýsingu fyrir írska bjórframleiðandann Guinness á Skálafellsjökli. Auglýsingastofan vildi ná glæsilegu sólarlagi og því lagði kvikmyndagerðarfólkið snemma af stað upp á Skálafellsjökul að morgni 19. apríl. Sérsmíða þurfti Guinnes-flöskur fyrir auglýsinguna. „Við náðum alveg gullfallegum myndum og vorum bara að hlusta á fréttir milli fjögur og fimm og heyrðum þá af hugsanlegu eldgosi í Eyjafjallajökli," útskýrir Leifur en þá tók við ansi hröð atburðarás því loka þurfti brúnni yfir Markarfljót í kjölfar gossins og vegurinn suður fór í sundur á stórum kafla. „Það þýddi því ekkert annað en að koma sem flestum í flug frá Höfn og það voru einhverjir sem neyddust til að keyra hina leiðina," útskýrir Leifur. En þetta var ekki allt því strax daginn eftir hófust tökur í myndveri og þá vantaði sárlega svokallaða Phanton-myndavél sem er einstök og getur tekið þúsund ramma á sekúndu. Hún var hins vegar föst í London vegna flugbannsins fræga ásamt tveimur starfsmönnum. „Við leituðum úti um allt, til Suður-Afríku, Kanada, Bandaríkjanna en fundum hana ekki. Svo þurftum við að sérsmíða flöskurnar frægu og frysta þær á sérstakan hátt og þetta var náttúrlega heljarinnar ævintýri, svo ekki sé meira sagt." Starfsmenn auglýsingastofunnar sem höfðu veg og vanda af auglýsingunni voru síðan auðvitað fastir hér á Íslandi en að sögn Leifs var það hálfgert lán í óláni. „Þeir fóru í þyrluferð og á hestbak þannig að þetta varð svona meiri túristapakki sem er bara gott." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira