Húfa úr Trúði gæti gefið 180 milljónir af sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. september 2010 11:25 Merki á húfu Franks Hvam í sjónvarpsþáttunum Klovn gæti gefið vel af sér. Dönsk stjórnvöld gáfu nýlega sjónvarpsstöðvum leyfi til þess að nota svokallaða vöruísetningu (e. product placement) í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Vöruísetning er nokkurskonar falin auglýsing, þar sem vörumerki er sett á einhvern hlut sem er áberandi í mynd. Sjónvarpsstöðin TV 2 er þessa dagana að skoða hvernig hægt sé að nýta sér þetta leyfi til þess að auka tekjur sjónvarpsstöðvarinnar og hve mikið sé hægt að auka tekjur á næsta ári. Það er von á nokkrum ábata fyrir TV 2. Ráðgjafafyrirtækið Initiative Universal Media telur að sjónvarpsstöðin ætti að geta fengið um 9 milljónir danskra króna á hverju ári fyrir merkið á húfu Franks Hvam í danska sjónvarpsþættinum Trúður. Upphæðin nemur um 180 milljónum íslenskra króna. Þá ættu um 700 þúsund danskar krónur að fást fyrir merki á flatskjá sem er nokkuð áberandi í veðurfréttatímanum. Søndagsavisen segir að framleiðendur og innflytjendur séu áhugasamir um þessa nýjung í markaðssetningu í Danmörku. Til dæmis hafi bæði Carlsberg bjórverksmiðjurnar og Toyota umboðið sagt að þessi möguleiki væri spennandi. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dönsk stjórnvöld gáfu nýlega sjónvarpsstöðvum leyfi til þess að nota svokallaða vöruísetningu (e. product placement) í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Vöruísetning er nokkurskonar falin auglýsing, þar sem vörumerki er sett á einhvern hlut sem er áberandi í mynd. Sjónvarpsstöðin TV 2 er þessa dagana að skoða hvernig hægt sé að nýta sér þetta leyfi til þess að auka tekjur sjónvarpsstöðvarinnar og hve mikið sé hægt að auka tekjur á næsta ári. Það er von á nokkrum ábata fyrir TV 2. Ráðgjafafyrirtækið Initiative Universal Media telur að sjónvarpsstöðin ætti að geta fengið um 9 milljónir danskra króna á hverju ári fyrir merkið á húfu Franks Hvam í danska sjónvarpsþættinum Trúður. Upphæðin nemur um 180 milljónum íslenskra króna. Þá ættu um 700 þúsund danskar krónur að fást fyrir merki á flatskjá sem er nokkuð áberandi í veðurfréttatímanum. Søndagsavisen segir að framleiðendur og innflytjendur séu áhugasamir um þessa nýjung í markaðssetningu í Danmörku. Til dæmis hafi bæði Carlsberg bjórverksmiðjurnar og Toyota umboðið sagt að þessi möguleiki væri spennandi.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira