Þorðu ekki að klára norræna krísuæfingu 14. apríl 2010 06:00 Baldur Guðlaugsson Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira