FIH bankinn eykur væntingar um hagnað ársins 12. ágúst 2010 10:06 FIH bankinn í Danmörku, sem er í íslenskri eigu, hefur aukið við væntingar sínar um hagnaðinn á þessu ári. Nú gerir bankinn ráð fyrir að hagnaðurinn nemi 450 milljónum danskra kr. eða rúmlega níu milljarða kr. eftir skatta. FIH bankinn hefur skilað uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en hagnaður bankans á því tímabili nam 102 milljónum danskra kr. fyrir skatta eða rúmlega 2,1 milljarði kr. Til samanburðar var hagnaðurinn aðeins 24 milljónum danskra kr. á sama tímabili í fyrra. Hinn góði árangur í ár er einkum vegna þess hve dregið hefur úr afskriftaþörf bankans á slæmum lánum. Afskriftirnar námu 188,5 milljónum danskra kr. á ársfjórðungnum sem er helmingi lægri upphæð en á sama tímabili í fyrra. Áður hafði FIH bankinn reiknað með að hagnaðurinn eftir árið yrði 400 milljónir danskra kr. eftir skatta en nú hefur sú upphæð verið hækkuð um 50 milljónir danskra kr. Hans Skov Christensen stjórnarformaður FIH segir að uppgjörið sé ásættanlegt fyrir stjórn bankans. FIH bankinn er alfarið í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabanki Íslands á einnig mikilla hagsmuna að gæta þar sem hann heldur á allsherjarveði í bankanum upp á 500 milljónir evra fyrir láni sem veitt var Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku, sem er í íslenskri eigu, hefur aukið við væntingar sínar um hagnaðinn á þessu ári. Nú gerir bankinn ráð fyrir að hagnaðurinn nemi 450 milljónum danskra kr. eða rúmlega níu milljarða kr. eftir skatta. FIH bankinn hefur skilað uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en hagnaður bankans á því tímabili nam 102 milljónum danskra kr. fyrir skatta eða rúmlega 2,1 milljarði kr. Til samanburðar var hagnaðurinn aðeins 24 milljónum danskra kr. á sama tímabili í fyrra. Hinn góði árangur í ár er einkum vegna þess hve dregið hefur úr afskriftaþörf bankans á slæmum lánum. Afskriftirnar námu 188,5 milljónum danskra kr. á ársfjórðungnum sem er helmingi lægri upphæð en á sama tímabili í fyrra. Áður hafði FIH bankinn reiknað með að hagnaðurinn eftir árið yrði 400 milljónir danskra kr. eftir skatta en nú hefur sú upphæð verið hækkuð um 50 milljónir danskra kr. Hans Skov Christensen stjórnarformaður FIH segir að uppgjörið sé ásættanlegt fyrir stjórn bankans. FIH bankinn er alfarið í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabanki Íslands á einnig mikilla hagsmuna að gæta þar sem hann heldur á allsherjarveði í bankanum upp á 500 milljónir evra fyrir láni sem veitt var Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira