Mikilvægt að viðhalda einbeitingunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 06:00 Guðmundur Guðmundsson. Fréttablaðið Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir." Íslenski handboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira
Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira