Viðskipti erlent

Enginn vill fyrirtæki Björgólfs

Stærstu farsímafyrirtæki Póllands hafa ekki sýnt þann áhuga á fyrirtæki Björgólfs Thors sem vænst var. Fréttablaðið/Anton
Stærstu farsímafyrirtæki Póllands hafa ekki sýnt þann áhuga á fyrirtæki Björgólfs Thors sem vænst var. Fréttablaðið/Anton
Enginn áhugi er fyrir því á meðal umsvifamestu farsímafyrirtækja Póllands að kaupa farsímafyrirtækið P4 yrði það boðið falt á árinu. Þetta kom fram í gær í fréttabréfi Wireless Federation, alþjóðlegum samtökum fyrirtækja í þráðlausum samskiptum.

Novator, félag að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, á rétt tæpan helmingshlut í P4, sem er fjórða umsvifamesta farsímafyrirtæki Póllands.

Í fréttabréfinu kemur fram að samkvæmt kaupréttarákvæðum stjórnenda P4 verði söluréttir ekki virkir fyrr en við sölu fyrirtækisins, sem miðað er við að gangi í gegn á þessu ári. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×