World Class hótar lögsókn vegna skoðanakönnunnar 13. apríl 2010 14:23 "Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns." Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt.Í tilkynningu frá MMR segir að dagana 7. til 12. apríl 2010 framkvæmdi MMR skoðanakönnun meðal almennings þar sem meðal annars var spurt um viðhorf til málefna líkamsræktarstöðvarinnar World Class eins og rætt hefur verið um þau í fjölmiðlum.Tekið skal fram að könnunin var unnin fyrir viðskiptamann MMR og því ekki á færi MMR að birta niðurstöður hennar. Föstudaginn 9. apríl 2010 barst MMR eftirfarandi tölvubréf frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem eiga og reka World Class líkamsræktarstöðvar hér á landi:„Skjólstæðingar mínir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem eiga og reka WorldClass líkamsræktarstöðvar hér á landi hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki þitt sé að gera könnun, þar sem nöfn þeirra og fyrirtækis þeirra er nefnt. Þau hafa ekki óskað eftir því að fyrirtæki þitt gerði könnun fyrir þau persónulega eða fyrirtæki þeirra. Þá virðist fyrirtæki þitt ganga út frá því að umbjóðendur mínir hafi fengið skuldir afskrifaðar. Svo er ekki. Þau urðu hins vegar fyrir miklu tjóni vegna fjárfestinga í Danmörku, sem Straumur‐Burðarás fjárfestingarbanki stýrði.Til að kórnóna skömmina á þeim bæ brá bankinn á það ráð eftir að hafa vanefnt hlutafjárloforð gagnvart umbjóðendum mínum að kaupa þann 1. október 2009 kröfu af Arion banka á hendur fyrirtæki umbjóðenda minna með ábyrgð Björns. Sú krafa var notuð til að knýja fyrirtæki þeirra sem hafði staðið í fjárfestingum með Straumi í Danmörku í þrot.Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns. Verði það ekki gert og þeim aðdróttunum sem koma fram í könnunni haldið frekar á lofti af fyrirtæki þínu mun leitað atbeina dómsstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að umbjóðendum mínum dæmdan dauðan og ómerkan.Virðingarfyllst,Sigurður G. Guðjónsson hrl."Í tilkynningunni segir að MMR hefur að undanförnu framkvæmt fjölda kannana meðal almennings sem hafa þaðm að markmiði að mæla viðhorf fólks til þeirra frétta sem fjölmiðlar landsins hafa flutt af efnahagsástandinu. Fjöldi þessara kannana hefur verið gerður að frumkvæði og á kostnað MMR og þá jafnan verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í fjölmiðlum. Þannig hefur MMR komið sjónarmiðum almennings á framfæri með viðurkenndum og skipulegum hætti. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt.Í tilkynningu frá MMR segir að dagana 7. til 12. apríl 2010 framkvæmdi MMR skoðanakönnun meðal almennings þar sem meðal annars var spurt um viðhorf til málefna líkamsræktarstöðvarinnar World Class eins og rætt hefur verið um þau í fjölmiðlum.Tekið skal fram að könnunin var unnin fyrir viðskiptamann MMR og því ekki á færi MMR að birta niðurstöður hennar. Föstudaginn 9. apríl 2010 barst MMR eftirfarandi tölvubréf frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem eiga og reka World Class líkamsræktarstöðvar hér á landi:„Skjólstæðingar mínir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem eiga og reka WorldClass líkamsræktarstöðvar hér á landi hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki þitt sé að gera könnun, þar sem nöfn þeirra og fyrirtækis þeirra er nefnt. Þau hafa ekki óskað eftir því að fyrirtæki þitt gerði könnun fyrir þau persónulega eða fyrirtæki þeirra. Þá virðist fyrirtæki þitt ganga út frá því að umbjóðendur mínir hafi fengið skuldir afskrifaðar. Svo er ekki. Þau urðu hins vegar fyrir miklu tjóni vegna fjárfestinga í Danmörku, sem Straumur‐Burðarás fjárfestingarbanki stýrði.Til að kórnóna skömmina á þeim bæ brá bankinn á það ráð eftir að hafa vanefnt hlutafjárloforð gagnvart umbjóðendum mínum að kaupa þann 1. október 2009 kröfu af Arion banka á hendur fyrirtæki umbjóðenda minna með ábyrgð Björns. Sú krafa var notuð til að knýja fyrirtæki þeirra sem hafði staðið í fjárfestingum með Straumi í Danmörku í þrot.Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns. Verði það ekki gert og þeim aðdróttunum sem koma fram í könnunni haldið frekar á lofti af fyrirtæki þínu mun leitað atbeina dómsstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að umbjóðendum mínum dæmdan dauðan og ómerkan.Virðingarfyllst,Sigurður G. Guðjónsson hrl."Í tilkynningunni segir að MMR hefur að undanförnu framkvæmt fjölda kannana meðal almennings sem hafa þaðm að markmiði að mæla viðhorf fólks til þeirra frétta sem fjölmiðlar landsins hafa flutt af efnahagsástandinu. Fjöldi þessara kannana hefur verið gerður að frumkvæði og á kostnað MMR og þá jafnan verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í fjölmiðlum. Þannig hefur MMR komið sjónarmiðum almennings á framfæri með viðurkenndum og skipulegum hætti.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira