World Class hótar lögsókn vegna skoðanakönnunnar 13. apríl 2010 14:23 "Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns." Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt.Í tilkynningu frá MMR segir að dagana 7. til 12. apríl 2010 framkvæmdi MMR skoðanakönnun meðal almennings þar sem meðal annars var spurt um viðhorf til málefna líkamsræktarstöðvarinnar World Class eins og rætt hefur verið um þau í fjölmiðlum.Tekið skal fram að könnunin var unnin fyrir viðskiptamann MMR og því ekki á færi MMR að birta niðurstöður hennar. Föstudaginn 9. apríl 2010 barst MMR eftirfarandi tölvubréf frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem eiga og reka World Class líkamsræktarstöðvar hér á landi:„Skjólstæðingar mínir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem eiga og reka WorldClass líkamsræktarstöðvar hér á landi hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki þitt sé að gera könnun, þar sem nöfn þeirra og fyrirtækis þeirra er nefnt. Þau hafa ekki óskað eftir því að fyrirtæki þitt gerði könnun fyrir þau persónulega eða fyrirtæki þeirra. Þá virðist fyrirtæki þitt ganga út frá því að umbjóðendur mínir hafi fengið skuldir afskrifaðar. Svo er ekki. Þau urðu hins vegar fyrir miklu tjóni vegna fjárfestinga í Danmörku, sem Straumur‐Burðarás fjárfestingarbanki stýrði.Til að kórnóna skömmina á þeim bæ brá bankinn á það ráð eftir að hafa vanefnt hlutafjárloforð gagnvart umbjóðendum mínum að kaupa þann 1. október 2009 kröfu af Arion banka á hendur fyrirtæki umbjóðenda minna með ábyrgð Björns. Sú krafa var notuð til að knýja fyrirtæki þeirra sem hafði staðið í fjárfestingum með Straumi í Danmörku í þrot.Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns. Verði það ekki gert og þeim aðdróttunum sem koma fram í könnunni haldið frekar á lofti af fyrirtæki þínu mun leitað atbeina dómsstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að umbjóðendum mínum dæmdan dauðan og ómerkan.Virðingarfyllst,Sigurður G. Guðjónsson hrl."Í tilkynningunni segir að MMR hefur að undanförnu framkvæmt fjölda kannana meðal almennings sem hafa þaðm að markmiði að mæla viðhorf fólks til þeirra frétta sem fjölmiðlar landsins hafa flutt af efnahagsástandinu. Fjöldi þessara kannana hefur verið gerður að frumkvæði og á kostnað MMR og þá jafnan verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í fjölmiðlum. Þannig hefur MMR komið sjónarmiðum almennings á framfæri með viðurkenndum og skipulegum hætti. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira
Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt.Í tilkynningu frá MMR segir að dagana 7. til 12. apríl 2010 framkvæmdi MMR skoðanakönnun meðal almennings þar sem meðal annars var spurt um viðhorf til málefna líkamsræktarstöðvarinnar World Class eins og rætt hefur verið um þau í fjölmiðlum.Tekið skal fram að könnunin var unnin fyrir viðskiptamann MMR og því ekki á færi MMR að birta niðurstöður hennar. Föstudaginn 9. apríl 2010 barst MMR eftirfarandi tölvubréf frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem eiga og reka World Class líkamsræktarstöðvar hér á landi:„Skjólstæðingar mínir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem eiga og reka WorldClass líkamsræktarstöðvar hér á landi hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki þitt sé að gera könnun, þar sem nöfn þeirra og fyrirtækis þeirra er nefnt. Þau hafa ekki óskað eftir því að fyrirtæki þitt gerði könnun fyrir þau persónulega eða fyrirtæki þeirra. Þá virðist fyrirtæki þitt ganga út frá því að umbjóðendur mínir hafi fengið skuldir afskrifaðar. Svo er ekki. Þau urðu hins vegar fyrir miklu tjóni vegna fjárfestinga í Danmörku, sem Straumur‐Burðarás fjárfestingarbanki stýrði.Til að kórnóna skömmina á þeim bæ brá bankinn á það ráð eftir að hafa vanefnt hlutafjárloforð gagnvart umbjóðendum mínum að kaupa þann 1. október 2009 kröfu af Arion banka á hendur fyrirtæki umbjóðenda minna með ábyrgð Björns. Sú krafa var notuð til að knýja fyrirtæki þeirra sem hafði staðið í fjárfestingum með Straumi í Danmörku í þrot.Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns. Verði það ekki gert og þeim aðdróttunum sem koma fram í könnunni haldið frekar á lofti af fyrirtæki þínu mun leitað atbeina dómsstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að umbjóðendum mínum dæmdan dauðan og ómerkan.Virðingarfyllst,Sigurður G. Guðjónsson hrl."Í tilkynningunni segir að MMR hefur að undanförnu framkvæmt fjölda kannana meðal almennings sem hafa þaðm að markmiði að mæla viðhorf fólks til þeirra frétta sem fjölmiðlar landsins hafa flutt af efnahagsástandinu. Fjöldi þessara kannana hefur verið gerður að frumkvæði og á kostnað MMR og þá jafnan verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í fjölmiðlum. Þannig hefur MMR komið sjónarmiðum almennings á framfæri með viðurkenndum og skipulegum hætti.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira