Avatar fékk Gullhnöttinn 19. janúar 2010 04:00 avatar James Cameron ásamt framleiðanda og aðalleikurum Avatar þegar þau tóku á móti Golden Globe-verðlaununum.nordicphotos/getty Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leikstýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð milljarða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 milljarða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjörin besta myndin í söngleikja- eða gamanmyndaflokki auk þess sem Up var valin besta teiknimyndin. Hin margverðlaunaða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru hennar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gamanflokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo"Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Christoph Waltz sigraði í karlaflokki fyrir eftirminnilega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömuleiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leikmyndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gamanþátta stóð Glee uppi sem sigurvegari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. sandra bullock Bullock fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Golden Globes Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leikstýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð milljarða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 milljarða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjörin besta myndin í söngleikja- eða gamanmyndaflokki auk þess sem Up var valin besta teiknimyndin. Hin margverðlaunaða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru hennar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gamanflokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo"Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Christoph Waltz sigraði í karlaflokki fyrir eftirminnilega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömuleiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leikmyndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gamanþátta stóð Glee uppi sem sigurvegari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. sandra bullock Bullock fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side.
Golden Globes Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira