Gylfi kostaði sjö milljónir punda - nánast allt upp í skuldir Reading Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. september 2010 06:45 Gylfi eftir undirskriftina. Heimasíða Hoffenheim. Gylfi Sigurðsson varð dýrasti leikmaður sem Reading hefur selt frá sér í vikunni. Hann kostar Hoffenheim sjö milljónir punda. Félagið seldi Gylfa til að geta borgað skuldir en aðeins um 300 þúsund pund fóru í að kaupa nýja leikmenn. Reading fær tíu prósent af næstu sölu Gylfa líkt og Breiðablik fær fyrir söluna núna. „Ég hef verið ársmiðahafi í 20 ár og stutt klúbbinn en þetta er það síðasta hjá mér. Fyrir mér er Madjeski orðinn leiður á leikfanginu sínu og hann á að selja klúbbinn einhverjum sem hefur metnað," sagði einn stuðningsmanna félagsins í gær, bálreiður yfir sölunni á Gylfa. Forráðamenn Hoffenheim eru í skýjunum með kaupin. Þeir sögðu á heimasíðu félagsins að þeir væntuðu mikils af Gylfa sem kom til landsins rétt fyrir landsliðsæfingu seinni partinn í gær. Anthony Smith er blaðamaður hjá staðarblaðinu Reading Chronicle. Hann sagði við Fréttablaðið í gær að stuðningsmenn félagsins væru mjög reiðir út í klúbbinn. „Fjárhagur félagsins hefur farið versnandi. Það fær ekki lengur styrk frá ensku úrvalsdeildinni og það þurfti einfaldlega að selja til að grynnka skuldirnar," sagði Smith. „Aðeins 300 þúsund pundum er eytt í nýja leikmenn. Við fáum Zurab Khizanishvili lánaðan frá Blackburn og svo fáum við Ian Harte," segir Smith sem er þó ánægður með að klúbburinn græði vel á leikmanni sem kemur í gegnum unglingalið félagsins. „Hann kostaði okkur ekkert og það var einfaldlega ekki hægt að hafna þessu. Ég talaði við menn hjá klúbbnum í dag [í gær] og þeir staðfestu að hann yrði dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hoffenheim er toppklúbbur og hann gat augljóslega ekki sagt nei heldur," segir blaðamaðurinn. Hann staðfesti einnig að Bolton, Fulham og Newcastle hefðu viljað kaupa Gylfa sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Reading fyrir stuttu. „Stuðningsmennirnir skilja Gylfa ekki allir, þeir segja að hann hafi ætlað að vera áfram. En það eru bara nokkrir hörundsárir, nánast allir samgleðjast honum. Hann er einkar geðþekkur strákur og öllum líkar vel við hann. Stuðningsmennirnir eru brjálaðir út í klúbbinn og segja að það skorti upp á metnað, en í sannleika sagt erum við nokkuð frá því að eiga möguleika á því að komast aftur upp í úrvalsdeildina," sagði Smith. Stjórnarformaður Reading telur að það hafi verið rétt að gera þennan samning fyrir félagið. „Ég er annálaður stuðningsmaður félagsins og á meðan ég er stjórnarformaður geri ég hlutina á réttan hátt. Núna erum við komnir með fjármálin á réttan kjöl," sagði hann og óskaði Gylfa velfarnaðar á nýjum vettvangi. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Gylfi Sigurðsson varð dýrasti leikmaður sem Reading hefur selt frá sér í vikunni. Hann kostar Hoffenheim sjö milljónir punda. Félagið seldi Gylfa til að geta borgað skuldir en aðeins um 300 þúsund pund fóru í að kaupa nýja leikmenn. Reading fær tíu prósent af næstu sölu Gylfa líkt og Breiðablik fær fyrir söluna núna. „Ég hef verið ársmiðahafi í 20 ár og stutt klúbbinn en þetta er það síðasta hjá mér. Fyrir mér er Madjeski orðinn leiður á leikfanginu sínu og hann á að selja klúbbinn einhverjum sem hefur metnað," sagði einn stuðningsmanna félagsins í gær, bálreiður yfir sölunni á Gylfa. Forráðamenn Hoffenheim eru í skýjunum með kaupin. Þeir sögðu á heimasíðu félagsins að þeir væntuðu mikils af Gylfa sem kom til landsins rétt fyrir landsliðsæfingu seinni partinn í gær. Anthony Smith er blaðamaður hjá staðarblaðinu Reading Chronicle. Hann sagði við Fréttablaðið í gær að stuðningsmenn félagsins væru mjög reiðir út í klúbbinn. „Fjárhagur félagsins hefur farið versnandi. Það fær ekki lengur styrk frá ensku úrvalsdeildinni og það þurfti einfaldlega að selja til að grynnka skuldirnar," sagði Smith. „Aðeins 300 þúsund pundum er eytt í nýja leikmenn. Við fáum Zurab Khizanishvili lánaðan frá Blackburn og svo fáum við Ian Harte," segir Smith sem er þó ánægður með að klúbburinn græði vel á leikmanni sem kemur í gegnum unglingalið félagsins. „Hann kostaði okkur ekkert og það var einfaldlega ekki hægt að hafna þessu. Ég talaði við menn hjá klúbbnum í dag [í gær] og þeir staðfestu að hann yrði dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hoffenheim er toppklúbbur og hann gat augljóslega ekki sagt nei heldur," segir blaðamaðurinn. Hann staðfesti einnig að Bolton, Fulham og Newcastle hefðu viljað kaupa Gylfa sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Reading fyrir stuttu. „Stuðningsmennirnir skilja Gylfa ekki allir, þeir segja að hann hafi ætlað að vera áfram. En það eru bara nokkrir hörundsárir, nánast allir samgleðjast honum. Hann er einkar geðþekkur strákur og öllum líkar vel við hann. Stuðningsmennirnir eru brjálaðir út í klúbbinn og segja að það skorti upp á metnað, en í sannleika sagt erum við nokkuð frá því að eiga möguleika á því að komast aftur upp í úrvalsdeildina," sagði Smith. Stjórnarformaður Reading telur að það hafi verið rétt að gera þennan samning fyrir félagið. „Ég er annálaður stuðningsmaður félagsins og á meðan ég er stjórnarformaður geri ég hlutina á réttan hátt. Núna erum við komnir með fjármálin á réttan kjöl," sagði hann og óskaði Gylfa velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira