Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 20. febrúar 2010 18:30 Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira