Lög til heiðurs sauðkindinni 4. desember 2010 13:00 Saxófónleikarinn hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu, Horn. Jóel Pálsson segir það á við sjö háskólagráður að reka sprotafyrirtæki á borð við Farmers Market. Hann var að gefa út fimmtu sólóplötu sína og segir viðskiptin og tónlistina passa ágætlega saman. Saxófónleikarinn Jóel Pálsson hefur sent frá sér fimmtu sólóplötu sína, Horn. Platan er sjálfstætt framhald síðustu plötu Jóels, Varp, sem var valin ein af plötum ársins af bandaríska tímaritinu All About Jazz auk þess að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Jazzplata ársins. Síðan Varp kom út fyrir fjórum árum hefur Jóel haft í nógu að snúast. „Ég er búinn að vera að sýsla við ansi margt. Ég hef spilað úti um allar trissur með hinum og þessum. Svo hef ég verið að koma á legg sprotafyrirtæki sem hefur undið mikið upp á sig. Það hefur tekið töluverðan tíma og orku," segir Jóel og á þar við fatalínuna Farmers Market. „Það hefur verið svakalega skemmtilegt og það er á við sjö háskólagráður að standa í slíku." Spurður hvernig viðskiptin fari saman við tónlistina segir Jóel: „Maður getur svolítið stjórnað því sjálfur. Ég var búinn að vera algjörlega í músíkinni í tíu ár áður en ég fór að gera þetta. Ég var orðinn þyrstur í að læra eitthvað nýtt." Platan Horn er sannkallaður suðupottur þar sem ægir saman áhrifum úr ýmsum áttum, svo sem fönki, pönki, frjálsdjassi, svingi, rokki og kirkjumúsík. Auk Jóels spila á plötunni Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson og Ari Bragi Kárason. Tvö lög, Tog og Þel, eru til heiðurs íslensku sauðkindinni en ullin af henni hefur verið notuð mikið hjá Farmers Market. „Mér finnst hún alveg eiga það inni hjá okkur," segir Jóel. Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir 12. desember á Café Rosenberg. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira
Jóel Pálsson segir það á við sjö háskólagráður að reka sprotafyrirtæki á borð við Farmers Market. Hann var að gefa út fimmtu sólóplötu sína og segir viðskiptin og tónlistina passa ágætlega saman. Saxófónleikarinn Jóel Pálsson hefur sent frá sér fimmtu sólóplötu sína, Horn. Platan er sjálfstætt framhald síðustu plötu Jóels, Varp, sem var valin ein af plötum ársins af bandaríska tímaritinu All About Jazz auk þess að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Jazzplata ársins. Síðan Varp kom út fyrir fjórum árum hefur Jóel haft í nógu að snúast. „Ég er búinn að vera að sýsla við ansi margt. Ég hef spilað úti um allar trissur með hinum og þessum. Svo hef ég verið að koma á legg sprotafyrirtæki sem hefur undið mikið upp á sig. Það hefur tekið töluverðan tíma og orku," segir Jóel og á þar við fatalínuna Farmers Market. „Það hefur verið svakalega skemmtilegt og það er á við sjö háskólagráður að standa í slíku." Spurður hvernig viðskiptin fari saman við tónlistina segir Jóel: „Maður getur svolítið stjórnað því sjálfur. Ég var búinn að vera algjörlega í músíkinni í tíu ár áður en ég fór að gera þetta. Ég var orðinn þyrstur í að læra eitthvað nýtt." Platan Horn er sannkallaður suðupottur þar sem ægir saman áhrifum úr ýmsum áttum, svo sem fönki, pönki, frjálsdjassi, svingi, rokki og kirkjumúsík. Auk Jóels spila á plötunni Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson og Ari Bragi Kárason. Tvö lög, Tog og Þel, eru til heiðurs íslensku sauðkindinni en ullin af henni hefur verið notuð mikið hjá Farmers Market. „Mér finnst hún alveg eiga það inni hjá okkur," segir Jóel. Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir 12. desember á Café Rosenberg. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira