Telur að milljarða millifærsla til Jóns Ásgeirs hafi verið gjöf 25. febrúar 2010 18:44 Jón Ásgeir Jóhannesson. Mynd/Arnþór Birkisson Skiptastjóri Fons telur að milljarða króna millifærsla inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi verið gjöf til hans. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segir að um lán hafi verið að ræða til Þú Blásólar í eigu Jóns Ásgeirs. Engin gögn finnast um að féð hafi verið greitt til félagsins. Í júlí 2008 greiddi Fons, félag sem þá var í eigu Pálma Haraldssonar, einn milljarð króna inn á persónulegan tékkareikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ekkert fylgiskjal er að finna í bókhaldi Fons fyrir millifærslunni. Þá fannst enginn samningur um greiðsluna. Milljarðurinn á rætur sínar að rekja til fyrirgreiðslu frá Glitni vegna félagsins FS38 sem þá var í eigu Fons. Fons tók 2,5 milljarð króna að láni frá Glitni og endurlánaði þá fjárhæð til FS38 sem aftur lánaði FS37, sem síðar varð Stím. Með kaupsamningi sem dagsettur er sama dag og millifærslan fór fram keypti FS38 hlutabréf Fons í Aurum Holdings fyrir 6 milljarða króna. Lánasamningur vegna kaupanna var gerður fimm dögum áður en Glitnir lánaði félaginu alla fjárhæðina. Milljarður af þessu fé fór inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs. Pálmi Haraldsson hefur sagt í skýrslutökum að Fons hefði gert lánasamning við Þú Blásól ehf sem var í eigu Jóns Ásgeirs og umræddur milljarður verið lánaður því félagi. Í gögnum þrotabús Fons er að finna skuldabréf fyrir sömu upphæð og er skuldari Þú Blásól. Skuldabréfið bar að greiða með einni afborgun í júní 2012. Krafan var aftur á móti afskrifuð í bókhaldinu sjö mánuðum síðar. Engin gögn benda til þess að féð hafi verið greitt til Þú Blásólar. Því virðist samkomulagið ekki hafa verið efnt en milljarðurinn var þess í stað lagður inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs. Skiptastjóri tilkynnti um riftun á greiðslunni í janúar og gerði þá kröfu um endurgreiðslu auk dráttarvaxta. Jón Ásgeir hefur ekki orðið við því og þess vegna er málið höfðað. Skiptastjórinn telur að um gjöf hafi verið að ræða. Greiðslan hafi orðið Jóni Ásgeiri til hagsbóta en verið á kostnað kröfuhafa Fons. Krafan var þingfest í dag og hafnaði lögmaður Jóns Ásgeirs henni. Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Skiptastjóri Fons telur að milljarða króna millifærsla inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi verið gjöf til hans. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segir að um lán hafi verið að ræða til Þú Blásólar í eigu Jóns Ásgeirs. Engin gögn finnast um að féð hafi verið greitt til félagsins. Í júlí 2008 greiddi Fons, félag sem þá var í eigu Pálma Haraldssonar, einn milljarð króna inn á persónulegan tékkareikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ekkert fylgiskjal er að finna í bókhaldi Fons fyrir millifærslunni. Þá fannst enginn samningur um greiðsluna. Milljarðurinn á rætur sínar að rekja til fyrirgreiðslu frá Glitni vegna félagsins FS38 sem þá var í eigu Fons. Fons tók 2,5 milljarð króna að láni frá Glitni og endurlánaði þá fjárhæð til FS38 sem aftur lánaði FS37, sem síðar varð Stím. Með kaupsamningi sem dagsettur er sama dag og millifærslan fór fram keypti FS38 hlutabréf Fons í Aurum Holdings fyrir 6 milljarða króna. Lánasamningur vegna kaupanna var gerður fimm dögum áður en Glitnir lánaði félaginu alla fjárhæðina. Milljarður af þessu fé fór inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs. Pálmi Haraldsson hefur sagt í skýrslutökum að Fons hefði gert lánasamning við Þú Blásól ehf sem var í eigu Jóns Ásgeirs og umræddur milljarður verið lánaður því félagi. Í gögnum þrotabús Fons er að finna skuldabréf fyrir sömu upphæð og er skuldari Þú Blásól. Skuldabréfið bar að greiða með einni afborgun í júní 2012. Krafan var aftur á móti afskrifuð í bókhaldinu sjö mánuðum síðar. Engin gögn benda til þess að féð hafi verið greitt til Þú Blásólar. Því virðist samkomulagið ekki hafa verið efnt en milljarðurinn var þess í stað lagður inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs. Skiptastjóri tilkynnti um riftun á greiðslunni í janúar og gerði þá kröfu um endurgreiðslu auk dráttarvaxta. Jón Ásgeir hefur ekki orðið við því og þess vegna er málið höfðað. Skiptastjórinn telur að um gjöf hafi verið að ræða. Greiðslan hafi orðið Jóni Ásgeiri til hagsbóta en verið á kostnað kröfuhafa Fons. Krafan var þingfest í dag og hafnaði lögmaður Jóns Ásgeirs henni.
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira