Viðskipti erlent

Kalla inn 6,5 milljónir bíla

Toyota í Bandaríkjunum hefur innkallað átta tegundir sem þar eru í sölu af nýjustu árgerðum, RAV 4, ameríska Corollu, Highlander jeppa, Matrix, Avalon, Camry, Tundra og Sequoia.
Toyota í Bandaríkjunum hefur innkallað átta tegundir sem þar eru í sölu af nýjustu árgerðum, RAV 4, ameríska Corollu, Highlander jeppa, Matrix, Avalon, Camry, Tundra og Sequoia.

Toyota í Bandaríkjunum hefur innkallað 6,5 milljónir bíla, bæði nýja og notaða, vegna hugsanlegs galla sem veldur því að bensíngjöf þeirra stendur á sér og gæti átt til að festast. Frá þessu er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.

Vísað er til innköllunar í nóvember og annarrar í síðustu viku til að rannsaka og lagfæra umræddan galla. „Og til frekara öryggis hefur Toyota í Bandaríkjunum nú stöðvað bæði sölu og framleiðslu bíla af átta gerðum meðan gengið er úr skugga um hvort gallinn sé til staðar og hvort lagfæringar sé þörf,“ segir á vef FÍB. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×