Umræðan um álver í Helguvík 2. september 2010 06:00 Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama.
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar