Íslenski boltinn

FH skaut rúmlega 30 sinnum og skoraði þrjú mörk gegn KA

Hjalti Þór Hreinsson í Kaplakrika skrifar
Ólafur Páll skoraði tvö fyrir FH.
Ólafur Páll skoraði tvö fyrir FH. Fréttablaðið/Stefán
FH er komið í undanúrslit VISA-bikars karla eftir sigur á KA í Kaplakrika. FH sótti linnulaust allan leikinn og hefði átt að skora fleiri mörk en þau þrjú sem liðið gerði.

KA sótti ekki mikið en skapaði þó nokkur fín færi. Ólafur Páll Snorrason kom FH yfir eftir markalausan fyrri hálfleik og Matthías Vilhjálmsson skoraði annað markið.

Ólafur Páll skoraði svo það þriðja með fínu skoti.

Sandor Matus var frábær í liði KA, hann varði nokkrum sinnum stórglæsilega og er klárlega maður leiksins. Hann gat ekkert gert við mörkunum en hélt Norðanmönnum inni í leiknum og bjargaði þeim frá niðurlægingu.

Sigur FH mjög verðskuldaður og liðið er það fyrsta sem tryggir sér sæti í undanúrslitunum.

FH 3-0 KA

1-0 Ólafur Páll Snorrason (52.)

2-0 Matthías Vilhjálmsson (68.)

3-0 Ólafur Páll Snorrason (74.)

Skot (á mark): 32-6 (13-5)


Varin skot: Gunnar 5 - Sandor 10


Horn: 12-3


Aukaspyrnur fengnar: 8-10


Rangstöður: 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×