Viðskipti erlent

Tölvuþrjótur græddi tugi milljóna á hlutabréfum

Rússneski tölvuþrjóturinn Valery Maltsev græddi um 30 milljónir kr. með því að „hakka" sig inn í hlutabréfaviðskiptakerfið hjá Scotttrade og breyta þar kaupverðum á hlutabréfum. Scotttrade er stærsta vefsíða heimsins þar sem boðið er upp á hlutabréfaviðskipti.

Maltsev keypti hlutabréf á síðunni, notað síðan ólöglegan aðgang sinn að viðskiptakerfinu til að hækka þau í verði. Um leið og hækkunin kom fram seldi hann bréfin. Þetta gengur undir nafninu „hack, pump and dump" að því er segir í umfjöllun um málið í tímaritinu Wired.

Maltsev rak einsmanns fjárfestingafélag í Pétursborg undir nafninu Broco Investments. Í nokkra mánuði eftir að hann hafði „hakkað" sig inn í kerfi Scotttrade gat Maltsev stundað iðju sína óáreyttur. Í einu tilvika tókst honum að græða 17 milljónir kr. á aðeins 15 mínútum.

Bandaríska fjármálaeftirlitið er nú komið í málið og hefur kært Maltsev fyrir að falsa gengi hlutabréfa í 38 fyrirtækjum á viðskiptaskrá Scotttrade.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×