Lífið

Brotist inní tölvu Gaga

hökkuð Þýskir tölvuhakkarar eru í haldi fyrir að hrella frægt fólk.
hökkuð Þýskir tölvuhakkarar eru í haldi fyrir að hrella frægt fólk.

Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs hafa þýskir tölvuhakkarar brotist inn í tölvur Lady Gaga, Ke$hu og annarra tónlistarmanna og leikara. Samkvæmt sömu fréttum stálu hakkararnir meðal annars nektarmyndum.

Tveir þýskir menn, 17 og 23 ára, eru í haldi lögreglunnar í Þýskalandi, sem rannsakar nú stórfellda tölvuglæpi tvímenninganna. Þeir hafa reynt að selja tónlist og myndir og þénað allt að 13.000 dali með sölu á þýfinu ásamt því að hafa reynt að kúga eigendurna.

Ekki hefur fengist staðfest hvaða fólk varð fyrir barðinu á Þjóðverjunum, en nöfn Lady Gaga og Ke$hu eru talin líklegust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×