Ætlar bara að skoða sín mál í rólegheitunum eftir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2010 10:30 Árni Gautur Arason á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton Árni Gautur Arason og félagar í íslenska landsliðinu mæta Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hvorki Árni Gautur né Gunnleifur Gunnleifsson hafa fengið á sig mark í fjórum landsleikjum ársins til þess. Árni Gautur verður á tímamótum í haust þegar samningur hans við Odd Grenland rennur út en hann fær ekki nýjan samning hjá norska liðinu. Árni Gautur er ekki mikið að hugsa um framtíð sína og ætlar að einbeita sér að því að standa sig vel með Odd Grenland og íslenska landsliðinu. „Það er ekkert nýtt að frétta af mér og minni stöðu. Ég ætla bara að skoða málin í rólegheitunum og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Ég fer ekkert í það fyrr en eftir tímabilið því ég er með samning fram að áramótum," segir Árni Gautur. „Það skiptir mestu máli að klára þetta tímabil almennilega og sjá síðan hvaða möguleikar eru í boði. Það eru fleiri þættir sem spila inn í þetta eins og fjölskyldan. Ég veit ekki hvort ég geti endað á Íslandi en ég vil skoða allt hvort sem það er í Noregi eða utan Noregs. Það er ekkert þannig séð á borðinu," segir Árni Gautur. Íslenska landsliðið hefur ekki fengið á sig mark í fjórum landsleikjum á árinu en Árni Gautur stóð í markinu í þeim fyrsta á móti Kýpur. „Þetta er búið að vera að virka vel og við munum reyna að halda áfram á þessari braut. Það verður erfiður leikur á morgun (í dag) og mikilvægur undirbúningur fyrir leikina í haust," segir Árni Gautur. Ísland tapaði illa fyrir Liechtenstein fyrir tæpum þremur árum í undankeppni EM en Árni Gautur er ekkert að hugsa um að hefna eitthvað fyrir þann leik. „Við erum búnir að gleyma því hvernig fór gegn fyrir nokkrum árum og svöruðum fyrir það þegar við spiluðum við þá síðast," segir Árni en Ísland vann 2-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik í fyrra þar sem Árni stóð í markinu í fyrri hálfleiknum. „Við horfum bara fram á við og reynum að nýta þetta sem best sem undirbúning fyrir þessa haustleiki. Við erum í hörku riðli og það er spenna í manni að þetta sé að fara í gang," sagði Árni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Árni Gautur Arason og félagar í íslenska landsliðinu mæta Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hvorki Árni Gautur né Gunnleifur Gunnleifsson hafa fengið á sig mark í fjórum landsleikjum ársins til þess. Árni Gautur verður á tímamótum í haust þegar samningur hans við Odd Grenland rennur út en hann fær ekki nýjan samning hjá norska liðinu. Árni Gautur er ekki mikið að hugsa um framtíð sína og ætlar að einbeita sér að því að standa sig vel með Odd Grenland og íslenska landsliðinu. „Það er ekkert nýtt að frétta af mér og minni stöðu. Ég ætla bara að skoða málin í rólegheitunum og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Ég fer ekkert í það fyrr en eftir tímabilið því ég er með samning fram að áramótum," segir Árni Gautur. „Það skiptir mestu máli að klára þetta tímabil almennilega og sjá síðan hvaða möguleikar eru í boði. Það eru fleiri þættir sem spila inn í þetta eins og fjölskyldan. Ég veit ekki hvort ég geti endað á Íslandi en ég vil skoða allt hvort sem það er í Noregi eða utan Noregs. Það er ekkert þannig séð á borðinu," segir Árni Gautur. Íslenska landsliðið hefur ekki fengið á sig mark í fjórum landsleikjum á árinu en Árni Gautur stóð í markinu í þeim fyrsta á móti Kýpur. „Þetta er búið að vera að virka vel og við munum reyna að halda áfram á þessari braut. Það verður erfiður leikur á morgun (í dag) og mikilvægur undirbúningur fyrir leikina í haust," segir Árni Gautur. Ísland tapaði illa fyrir Liechtenstein fyrir tæpum þremur árum í undankeppni EM en Árni Gautur er ekkert að hugsa um að hefna eitthvað fyrir þann leik. „Við erum búnir að gleyma því hvernig fór gegn fyrir nokkrum árum og svöruðum fyrir það þegar við spiluðum við þá síðast," segir Árni en Ísland vann 2-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik í fyrra þar sem Árni stóð í markinu í fyrri hálfleiknum. „Við horfum bara fram á við og reynum að nýta þetta sem best sem undirbúning fyrir þessa haustleiki. Við erum í hörku riðli og það er spenna í manni að þetta sé að fara í gang," sagði Árni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira