Þú komst í hlaðið setur Íslandsmet á Tónlistanum Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. október 2010 09:00 Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa setið á toppi Tónlistans með plötu sína Þú komst í hlaðið í fjóra mánuði. Mynd/Spessi „Djöfulsins klassi það - á þessum síðustu og verstu," segir stórsöngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mánuði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slíkum vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu," segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin - ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana." Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum samkvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum - ég skal játa það," segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja." En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst," segir Helgi og laumar að blaðamanni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar. Lífið Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
„Djöfulsins klassi það - á þessum síðustu og verstu," segir stórsöngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mánuði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slíkum vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu," segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin - ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana." Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum samkvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum - ég skal játa það," segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja." En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst," segir Helgi og laumar að blaðamanni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar.
Lífið Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira