Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings 19. apríl 2010 04:00 Einn af helstu hluthöfum Kaupþings lenti í miklum hremmingum þegar dyr lokuðust á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum árið 2008 og greip til ýmissa ráða til að halda verði hlutabréfa í bankanum uppi. Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira