Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings 19. apríl 2010 04:00 Einn af helstu hluthöfum Kaupþings lenti í miklum hremmingum þegar dyr lokuðust á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum árið 2008 og greip til ýmissa ráða til að halda verði hlutabréfa í bankanum uppi. Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira