Óhagstæð skattalög stöðva gagnaverin 2. desember 2010 04:30 Gagnaver Aðstæður á Íslandi þykja heppilegar fyrir rekstur gagnavera, meðal annars vegna þess að raforka er ódýr og umhverfisvæn og loftslagið er kalt. Skattalegt umhverfi er ekki jafn hagstætt.Nordicphotos/AFP Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðisaukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagningu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröfur um að fyrirtæki sem hér fái hýsingu stofni fyrirtæki um reksturinn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskiptavini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk löggjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frumvarp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskiptavina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er nú hjá efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðnarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagnaveranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðisaukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagningu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröfur um að fyrirtæki sem hér fái hýsingu stofni fyrirtæki um reksturinn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskiptavini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk löggjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frumvarp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskiptavina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er nú hjá efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðnarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagnaveranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira