Viðskipti erlent

Græn framtíð í færeyskum farsímum

Fyrsti farsíminn Annika Olsen, innanríkis- og umhverfisráðherra Færeyja, sýnir endurvinnslu á farsímum mikinn áhuga. Hún setti fyrsta farsímann í endurvinnslu í gær.
Fyrsti farsíminn Annika Olsen, innanríkis- og umhverfisráðherra Færeyja, sýnir endurvinnslu á farsímum mikinn áhuga. Hún setti fyrsta farsímann í endurvinnslu í gær.

„Það er gaman að sjá íslenskt hugvit fara út fyrir landsteinana og farsíma öðlast framhaldslíf," segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar.

Fyrirtækið innsiglaði í gærmorgun samning við færeysku fjarskiptafyrirtækin Føroya Tele og Vodafone ásamt verslunum á eyjunum um endurvinnslu á farsímum. Íbúar Færeyja eru rúmlega fimmtíu þúsund og telur Bjartmar að þeir eigi nær allir farsíma. Þá eru ótaldir þeir gagnslausu símar sem liggja ofan í skúffum landsmanna en þeir ekki komið frá sér þar sem ekki bjóðast margir möguleikar til að koma græjunum í lóg.

Farsímarnir sem Færeyingar skila framvegis í endurvinnslukassa Grænnar framtíðar eru sendir til fyrirtækja í Evrópu sem nýta íhluti úr þeim til að búa til nýja síma. Þeir eru síðan seldir á lágu verði til íbúa þróunarlandanna.

Mikill áhugi er á framtakinu ytra, að sögn Bjartmars en Annika Olsen, innanríkis- og umhverfisráðherra Færeyja, var viðstödd þegar Bjartmar kynnti samninginn í húsakynnum Føroya Tele í gærmorgun. Hann færði henni ösku úr Eyjafjallajökli að gjöf.

Græn framtíð hefur gert sambærilega samninga um endurvinnslu farsíma og annarra smáraftækja hér og standa samningaviðræður yfir við Grænlendinga. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×