Orri Freyr: Hefði verið gaman að spila fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2010 16:15 Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Grindavíkur. Mynd/Vilhelm Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, var ánægður með að fá að mæta KA í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Orri Freyr er sjálfur Akureyringur en er uppalinn hjá Þór, erkifjanda KA. Grindavík sló einmitt Þór úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. „Ég spilaði síðast við KA árið 2007 og það verður gaman að fá að mæta þeim aftur nú. Við slógum út lið frá Akureyri í síðustu umferð og tökum þá hitt núna," sagði hann. „Ég fann auðvitað til með Þórsurum í síðasta leik enda stóðu þeir sig vel og áttu meira skilið. En ég efast nú að maður eigi eftir að vorkenna KA-mönnunum," sagði hann í léttum dúr. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni og vonast Orri til að bikarinn hafi jákvæð áhrif á liðið. „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að mér finnst en hlutirnir hafa einfaldlega ekki verið að falla með okkur. Við mættum ÍBV síðast og þá fannst mér leikurinn í ágætu jafnvægi. En þá misstum við mann af velli með rautt spjald og þá varð þetta mjög erfitt fyrir okkur." „En við þurfum að vera áfram þolinmóðir og halda áfram að vinna okkar vinnu. Þá fara stigin að skila sér í hús." „Bikarkeppnin er þó góð viðbót og það er gott að fá aðeins að breyta til - tæma hausinn og byrja upp á nýtt í annarri keppni. Það er vonandi að hún geti hjálpað okkur í deildinni." Grindavík mætir KA á heimavelli en þar sem KA hefur spilað marga heimaleiki sína í 1. deildinni á Þórsvellinum var Orri spurður hvort hann hefði ekki frekar viljað fara norður. „Jú, þetta er auðvitað stórfurðulegt að þeir skuli spila sína leiki á Þórsvellinum. Ég hefði alls ekki grátið það að fara norður enda vellirnir þar mjög góður og góð stemning á meðal áhorfenda." Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, var ánægður með að fá að mæta KA í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Orri Freyr er sjálfur Akureyringur en er uppalinn hjá Þór, erkifjanda KA. Grindavík sló einmitt Þór úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. „Ég spilaði síðast við KA árið 2007 og það verður gaman að fá að mæta þeim aftur nú. Við slógum út lið frá Akureyri í síðustu umferð og tökum þá hitt núna," sagði hann. „Ég fann auðvitað til með Þórsurum í síðasta leik enda stóðu þeir sig vel og áttu meira skilið. En ég efast nú að maður eigi eftir að vorkenna KA-mönnunum," sagði hann í léttum dúr. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni og vonast Orri til að bikarinn hafi jákvæð áhrif á liðið. „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að mér finnst en hlutirnir hafa einfaldlega ekki verið að falla með okkur. Við mættum ÍBV síðast og þá fannst mér leikurinn í ágætu jafnvægi. En þá misstum við mann af velli með rautt spjald og þá varð þetta mjög erfitt fyrir okkur." „En við þurfum að vera áfram þolinmóðir og halda áfram að vinna okkar vinnu. Þá fara stigin að skila sér í hús." „Bikarkeppnin er þó góð viðbót og það er gott að fá aðeins að breyta til - tæma hausinn og byrja upp á nýtt í annarri keppni. Það er vonandi að hún geti hjálpað okkur í deildinni." Grindavík mætir KA á heimavelli en þar sem KA hefur spilað marga heimaleiki sína í 1. deildinni á Þórsvellinum var Orri spurður hvort hann hefði ekki frekar viljað fara norður. „Jú, þetta er auðvitað stórfurðulegt að þeir skuli spila sína leiki á Þórsvellinum. Ég hefði alls ekki grátið það að fara norður enda vellirnir þar mjög góður og góð stemning á meðal áhorfenda."
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira