Njósnamálið: Minnir á löngu liðna tíma gudsteinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 05:00 Hin 28 ára gamla Anna Chapman er sögð hafa hlotið langa þjálfun í njósnastarfsemi á vegum Rússa. Fréttablaðið/AP Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast." Erlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast."
Erlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent