Útrásarvíkingar á skammarlista Time 30. apríl 2010 12:20 Blaðamaðurinn Joel Stein hjá Time valdi Björgólf, Jón Ásgeir og Hreiðar Má á listann sem er birtur á heimasíðu tímaritsins. Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia." Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia."
Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35