Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson opnaði markareikning sinn í Evrópudeildinni í gær þegar félag hans, AZ Alkmaar, lék gegn BATE Borisov í Evrópudeild UEFA í gær.
Kolbeinn og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði AZ í leiknum í gær sem BATE vann örugglega, 4-1.
Kolbeinn skoraði eina mark AZ í leiknum eins og áður segir og var það fyrsta mark hans í Evrópukeppni á ferlinum og líklega ekki það síðasta.
Hægt er að sjá mark Kolbeins hér. Markið kemur eftir 4:40 mínútur.