NBA deildin: Meistaralið Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. desember 2010 08:30 Chase Budinger leikmaður Houston í baráttunni gegn Pau Gasol og Matt Barnes AP Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers. Kínverski miðherjinn Yao Ming og bakvörðurinn Aaron Brooks léku ekki með Houston vegna meiðsla. Ray Allen hélt áfram að skjóta þriggja stiga skotunum í liði Boston þrátt fyrir að hann hafi klúðrað fyrstu fimm skotunum gegn Houston á heimavelli í gær. Hinn þaulreynda þriggja stiga skytta skoraði þriggja stiga körfu 10 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston fimmta sigurinn í röð, 99-95. Allen hitti aðeins úr þremur af alls tólf skotum sínum utan af velli. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston. Kevin Garnett skoraði 17 og tók 8 fráköst og Rajon Rondo skoraði 10 og gaf 10 stoðsendingar. Shaquille O'Neal skoraði 14 fyrir Boston. Wesley Matthews leikmaður Portland reynir að ná boltanum af Paul Pierce. Stjörnulið Miami Heat landaði öruggum sigri á heimavelli gegn Detroit, 97-72, þar sem að góður varnarleikur einkenndi síðari hálfleikinn hjá Miami. LeBron James skoraði 18 stig og Chris Bosh og Dwayne Wade skoruðu 16 stig hvor fyrir Miami sem mætir Cleveland á útivelli í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir þann leik en það verður fyrsta heimsókn James á gamla heimavöllinn eftir að hann fór frá Cleveland til Miami s.l. sumar. Gríðarleg öryggisgæsla verður á leiknum en stuðningsmenn Cleveland eru allt annað en sáttir við ákvörðun James að yfirgefa liðið. Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma í fjarveru Kevin Durant, stigahæsta leikmann NBA deildarinnar. Westbrook skoraði 38 stig í 123-120 sigri liðsins en leiknum lauk eftir þrjár framlengingar. Westbrook var ekki aðeins öflugur í sókninni en hann tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 13 stig liðsins í síðustu framlengingunni. Nick Collison leikmaður Oklahom brýst upp að körfunni og Derrick Favors úr liði Nets tekur hart á móti honum. Blake Griffin lék vel í óvæntum sigri LA Clippers gegn San Antonio Spurs, 90-85. Clippers hafði tapað síðustu 18 leikjum sínum gegn Spurs en Clippers er með lélegasta árangur allra liða í deildinni, 4 sigra og 15 tapleiki. Griffin skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Clippers en hann var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu árið 2008 en missti af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla. Úrslit frá því í gær: Houston - Lakers 109-99 Boston - Portland 99-95 New Jersey - Oklahoma 123-120 LA Clippers - San Antonio 90-85 Atlanta - Memphis 112-109 Toronto - Washington 127-108 Miami - Detroit 97-72 Chicago - Orlando 78-107 New Orleans - Charlotte 89-73 Dallas - Minnesota 100-86 Denver - Milwaukee 105-94 Utah - Indiana 110-88 NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers. Kínverski miðherjinn Yao Ming og bakvörðurinn Aaron Brooks léku ekki með Houston vegna meiðsla. Ray Allen hélt áfram að skjóta þriggja stiga skotunum í liði Boston þrátt fyrir að hann hafi klúðrað fyrstu fimm skotunum gegn Houston á heimavelli í gær. Hinn þaulreynda þriggja stiga skytta skoraði þriggja stiga körfu 10 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston fimmta sigurinn í röð, 99-95. Allen hitti aðeins úr þremur af alls tólf skotum sínum utan af velli. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston. Kevin Garnett skoraði 17 og tók 8 fráköst og Rajon Rondo skoraði 10 og gaf 10 stoðsendingar. Shaquille O'Neal skoraði 14 fyrir Boston. Wesley Matthews leikmaður Portland reynir að ná boltanum af Paul Pierce. Stjörnulið Miami Heat landaði öruggum sigri á heimavelli gegn Detroit, 97-72, þar sem að góður varnarleikur einkenndi síðari hálfleikinn hjá Miami. LeBron James skoraði 18 stig og Chris Bosh og Dwayne Wade skoruðu 16 stig hvor fyrir Miami sem mætir Cleveland á útivelli í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir þann leik en það verður fyrsta heimsókn James á gamla heimavöllinn eftir að hann fór frá Cleveland til Miami s.l. sumar. Gríðarleg öryggisgæsla verður á leiknum en stuðningsmenn Cleveland eru allt annað en sáttir við ákvörðun James að yfirgefa liðið. Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma í fjarveru Kevin Durant, stigahæsta leikmann NBA deildarinnar. Westbrook skoraði 38 stig í 123-120 sigri liðsins en leiknum lauk eftir þrjár framlengingar. Westbrook var ekki aðeins öflugur í sókninni en hann tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 13 stig liðsins í síðustu framlengingunni. Nick Collison leikmaður Oklahom brýst upp að körfunni og Derrick Favors úr liði Nets tekur hart á móti honum. Blake Griffin lék vel í óvæntum sigri LA Clippers gegn San Antonio Spurs, 90-85. Clippers hafði tapað síðustu 18 leikjum sínum gegn Spurs en Clippers er með lélegasta árangur allra liða í deildinni, 4 sigra og 15 tapleiki. Griffin skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Clippers en hann var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu árið 2008 en missti af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla. Úrslit frá því í gær: Houston - Lakers 109-99 Boston - Portland 99-95 New Jersey - Oklahoma 123-120 LA Clippers - San Antonio 90-85 Atlanta - Memphis 112-109 Toronto - Washington 127-108 Miami - Detroit 97-72 Chicago - Orlando 78-107 New Orleans - Charlotte 89-73 Dallas - Minnesota 100-86 Denver - Milwaukee 105-94 Utah - Indiana 110-88
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum