Lýðræði er grundvallarréttur 23. mars 2010 06:00 Sem kunnugt er skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, reglulega hugleiðingar í Fréttablaðið. Þar víkur hann oft að grundvallaratriðum. Honum er lítt að skapi sú „lýðræðistíska“ sem hann kallar svo, að færa vald fulltrúaþings beint í hendur þjóðarinnar. Fulltrúalýðræði á m.ö.o. ekki að víkja fyrir beinu lýðræði. Með fyrirvara þó: „Þjóðaratkvæðagreiðslur samrýmast að sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál eru lögð fyrir þjóðina þannig að hún ráði þeim til endanlegra og fullra lykta…“ Dæmi: Samningur um inngöngu í Evrópusambandið. Fram hefur komið að ÞP þykir öðru máli gegna um Icesave, þar hafi verið kosið um áfanga á vegferð. Ef þetta er vandamálið væri hægt að kippa því í liðinn með því að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu eða svo oft sem þörf er á. Það er þó ekki sáluhjálparatriði í mínum huga nema að þjóðin krefðist þess. Það er mergurinn málsins, hver hin lýðræðislega krafa er. Fjórðungur kosningabærra manna krafðist þess að fá aðkomu að Icesave-ferlinu. Sú krafa náði réttilega fram að ganga. Í mínum huga á grundvallarreglan að vera sú, að meirihlutavilji ráði um almenna stefnumótun og breytir þar engu óskoraður réttur minnihluta til orða og æðis svo fremur það valdi ekki öðrum tjóni. Af praktískum ástæðum höfum við síðan komið á fót fulltrúalýðræði. En rétt minn til að ráða mínu lífi hef ég framselt með fyrirvara í hendur fulltrúa minna á þingi. Ef ég vil kalla þann rétt beint til mín og taka ákvörðun milliliðalaust, þá á ég að geta gert það óháð því hvað þingið vill. Eina skilyrðið er að nógu margir séu sama sinnis. Eðli máls samkvæmt er líklegt að fulltrúaþingið verði alltaf ósátt við ákvörðun mína, einfaldlega vegna þess að ákvörðunarvaldið kalla ég til mín þegar mér finnst fulltrúalýðræðið bregðast. Þorsteinn Pálsson kallar þetta tískuhugsun. Mér finnst þetta snúast um sjálfan grundvöll lýðræðisins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sem kunnugt er skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, reglulega hugleiðingar í Fréttablaðið. Þar víkur hann oft að grundvallaratriðum. Honum er lítt að skapi sú „lýðræðistíska“ sem hann kallar svo, að færa vald fulltrúaþings beint í hendur þjóðarinnar. Fulltrúalýðræði á m.ö.o. ekki að víkja fyrir beinu lýðræði. Með fyrirvara þó: „Þjóðaratkvæðagreiðslur samrýmast að sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál eru lögð fyrir þjóðina þannig að hún ráði þeim til endanlegra og fullra lykta…“ Dæmi: Samningur um inngöngu í Evrópusambandið. Fram hefur komið að ÞP þykir öðru máli gegna um Icesave, þar hafi verið kosið um áfanga á vegferð. Ef þetta er vandamálið væri hægt að kippa því í liðinn með því að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu eða svo oft sem þörf er á. Það er þó ekki sáluhjálparatriði í mínum huga nema að þjóðin krefðist þess. Það er mergurinn málsins, hver hin lýðræðislega krafa er. Fjórðungur kosningabærra manna krafðist þess að fá aðkomu að Icesave-ferlinu. Sú krafa náði réttilega fram að ganga. Í mínum huga á grundvallarreglan að vera sú, að meirihlutavilji ráði um almenna stefnumótun og breytir þar engu óskoraður réttur minnihluta til orða og æðis svo fremur það valdi ekki öðrum tjóni. Af praktískum ástæðum höfum við síðan komið á fót fulltrúalýðræði. En rétt minn til að ráða mínu lífi hef ég framselt með fyrirvara í hendur fulltrúa minna á þingi. Ef ég vil kalla þann rétt beint til mín og taka ákvörðun milliliðalaust, þá á ég að geta gert það óháð því hvað þingið vill. Eina skilyrðið er að nógu margir séu sama sinnis. Eðli máls samkvæmt er líklegt að fulltrúaþingið verði alltaf ósátt við ákvörðun mína, einfaldlega vegna þess að ákvörðunarvaldið kalla ég til mín þegar mér finnst fulltrúalýðræðið bregðast. Þorsteinn Pálsson kallar þetta tískuhugsun. Mér finnst þetta snúast um sjálfan grundvöll lýðræðisins. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar