Milljónasamningur í höfn 16. júní 2010 06:00 Þórarinn Stefánsson Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórarinn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skiptir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrirtækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor.com, sem nýtur allnokkurra vinsælda á heimsvísu og nú Ticketmaster.com, stærsti miðasöluvefur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi rafrænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samningi,“ segir Þórarinn, en aðdragandi að viðmótsskiptum Ticketmaster hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þórarinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinnan sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmaster. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöldum sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká Fréttir Innlent Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórarinn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skiptir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrirtækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor.com, sem nýtur allnokkurra vinsælda á heimsvísu og nú Ticketmaster.com, stærsti miðasöluvefur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi rafrænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samningi,“ segir Þórarinn, en aðdragandi að viðmótsskiptum Ticketmaster hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þórarinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinnan sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmaster. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöldum sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira