Grikkir boða sársaukafullan niðurskurð Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2010 18:37 Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn Grikklands kom saman til fundar í morgun og var fundi hennar sjónvarpað beint. Þar kom fram að ríkisstjórnin hafi gengið frá samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau 16 ríki Evrópusambandsins sem nota evruna um lán upp á 21 þúsund milljarða íslenskra króna til að koma í veg fyrir að landið yrði gjaldþrota. Þetta eru tæpar tvær milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu sem er svipuð upphæð og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nokkurra þjóðríkja gerir ráð fyrir að Ísland taki að láni á hvert mannsbarn hér á landi. Efnahagsáætlun AGS og evruríkjanna gerir ráð fyrir að Grikkir nái fjárlagahalla sínum undir 3 prósent af landsframleiðslu fyrir árið 2014. En hallinn er nú 13,6 prósent af landsframleiðslu. Til þess að svo megi verða þurfa Grísk stjórnvöld að hækka skatta og skera niður útgjöld, með lækkun launa og lífeyris opinberra starfsmanna. Þá verða útgjöld til varnarmála lækkuð verulega. Papandreou forsætisráðherra var ómyrkur í máli þegar greint var frá samkomulaginu í morgun. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu saman í Brussel í dag þar sem lokahönd var lögð á samkomulagið við Grikki, en Grikkland er fyrsta evruríkið sem bjarga hefur þurft frá gjaldþroti frá því Evran var tekin upp. Óeirðir hafa brotist út í borgum Grikklands að undanförnu og nú síðast í gær vegna efnahagsástandsins og hafa mörg verkalýðsfélög boðað til verkfalla á miðvikudag. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn Grikklands kom saman til fundar í morgun og var fundi hennar sjónvarpað beint. Þar kom fram að ríkisstjórnin hafi gengið frá samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau 16 ríki Evrópusambandsins sem nota evruna um lán upp á 21 þúsund milljarða íslenskra króna til að koma í veg fyrir að landið yrði gjaldþrota. Þetta eru tæpar tvær milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu sem er svipuð upphæð og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nokkurra þjóðríkja gerir ráð fyrir að Ísland taki að láni á hvert mannsbarn hér á landi. Efnahagsáætlun AGS og evruríkjanna gerir ráð fyrir að Grikkir nái fjárlagahalla sínum undir 3 prósent af landsframleiðslu fyrir árið 2014. En hallinn er nú 13,6 prósent af landsframleiðslu. Til þess að svo megi verða þurfa Grísk stjórnvöld að hækka skatta og skera niður útgjöld, með lækkun launa og lífeyris opinberra starfsmanna. Þá verða útgjöld til varnarmála lækkuð verulega. Papandreou forsætisráðherra var ómyrkur í máli þegar greint var frá samkomulaginu í morgun. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu saman í Brussel í dag þar sem lokahönd var lögð á samkomulagið við Grikki, en Grikkland er fyrsta evruríkið sem bjarga hefur þurft frá gjaldþroti frá því Evran var tekin upp. Óeirðir hafa brotist út í borgum Grikklands að undanförnu og nú síðast í gær vegna efnahagsástandsins og hafa mörg verkalýðsfélög boðað til verkfalla á miðvikudag.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira