300 milljónir í kassann hjá Björgvini og Frostrósum 2. desember 2010 06:00 Mögnuð eftirspurn 39 þúsund Íslendingar ætla annað hvort að fara á Frostrósir eða Jólagesti Björgvins Halldórssonar. Miðasalan nemur þrjú hundruð milljónum íslenskra króna. Frostrósahópurinn lagði af stað í tónleikaferðina í gær.Fréttablaðið/Valli Risarnir í jólatónleikahaldi, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Frostrósir, velta 300 milljónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöldurum. Þrjátíu og níu þúsund gestir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þúsund manns ætla að sjá Frostrósir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virðist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventutónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteinsdóttir verður með veglega jólatónleika í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf einhver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu prósent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafnframt merkilegt að tónleikaraðirnar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stundum eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bullandi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helmingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Risarnir í jólatónleikahaldi, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Frostrósir, velta 300 milljónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöldurum. Þrjátíu og níu þúsund gestir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þúsund manns ætla að sjá Frostrósir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virðist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventutónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteinsdóttir verður með veglega jólatónleika í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf einhver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu prósent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafnframt merkilegt að tónleikaraðirnar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stundum eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bullandi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helmingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira