Íslensk mótmæli í Simpsons 18. maí 2010 10:30 Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simpsons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslendinga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland" en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „neitun Hómer", „við vilja okkar peninga!" og „segna upp nú". Telja verður líklegt að handritshöfundar Simpsons hafi leitað til Google Translate-forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjaldamerkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserfiðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem felast meðal annars í því að hætt verður að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættuminnstu föngunum er sleppt. Í kjölfarið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson-fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann rennur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteignasalinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Áletranir mótmælaspjaldanna eru augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu Google Translate því kröfurnar eru flestar óskiljanlegar.Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bakgrunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf," segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki." Um 6,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna eru farsælustu sjónvarpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 17. desember árið 1989. - afb, fgg Skroll-Lífið Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simpsons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslendinga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland" en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „neitun Hómer", „við vilja okkar peninga!" og „segna upp nú". Telja verður líklegt að handritshöfundar Simpsons hafi leitað til Google Translate-forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjaldamerkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserfiðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem felast meðal annars í því að hætt verður að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættuminnstu föngunum er sleppt. Í kjölfarið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson-fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann rennur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteignasalinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Áletranir mótmælaspjaldanna eru augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu Google Translate því kröfurnar eru flestar óskiljanlegar.Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bakgrunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf," segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki." Um 6,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna eru farsælustu sjónvarpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 17. desember árið 1989. - afb, fgg
Skroll-Lífið Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“