Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið 26. apríl 2010 06:00 Framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir ærið verk fram undan að fá ferðamenn aftur til landsins. Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. Fréttir af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafa borist um allan heim og Erna segist hafa fregnir af því að ferðaþjónustufyrirtæki víða um land hafi fengið fjölda fyrirspurna frá fólki sem hugðist koma til landsins í sumar. Einnig að töluvert sé um afbókanir meðal erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið upplýsingar frá ferðaþjónustufyrirtækjum sem segja að mikið sé um afbókanir. Það sem er hins vegar mun alvarlegri tíðindi er að hrun er í nýjum bókunum. Þessi tími, og næstu vikur fram á sumar, er aðalbókunartími ársins í ferðamannaiðnaðinum þannig að þetta er gríðarlega alvarlegt mál," segir Erna. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sagði stöðuna slæma í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hann segir sölu á flugferðum aðeins vera um fjórðung af því sem var fyrir gos og stuðla þurfi að mikilli landkynningu til að ekki verði algert hrun í ferðaþjónustunni. Matthías segir jafnframt að stefnt hafi í að komandi sumar yrði mesta ferðamannasumar í manna minnum. Miðað við söluna verði það hins vegar aðeins svipur hjá sjón. Erna segir mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma réttum upplýsingum á framfæri til að ferðaþjónustan falli ekki á tíma. Mikil bjartsýni ríkti í ferðageiranum fyrir nokkrum vikum þegar allt stefndi í að ferðamenn myndu streyma til landsins. „Það þurfa allir að taka til hendinni og hjálpast að við þetta verkefni sem fram undan er," segir Erna. juliam@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. Fréttir af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafa borist um allan heim og Erna segist hafa fregnir af því að ferðaþjónustufyrirtæki víða um land hafi fengið fjölda fyrirspurna frá fólki sem hugðist koma til landsins í sumar. Einnig að töluvert sé um afbókanir meðal erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið upplýsingar frá ferðaþjónustufyrirtækjum sem segja að mikið sé um afbókanir. Það sem er hins vegar mun alvarlegri tíðindi er að hrun er í nýjum bókunum. Þessi tími, og næstu vikur fram á sumar, er aðalbókunartími ársins í ferðamannaiðnaðinum þannig að þetta er gríðarlega alvarlegt mál," segir Erna. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sagði stöðuna slæma í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hann segir sölu á flugferðum aðeins vera um fjórðung af því sem var fyrir gos og stuðla þurfi að mikilli landkynningu til að ekki verði algert hrun í ferðaþjónustunni. Matthías segir jafnframt að stefnt hafi í að komandi sumar yrði mesta ferðamannasumar í manna minnum. Miðað við söluna verði það hins vegar aðeins svipur hjá sjón. Erna segir mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma réttum upplýsingum á framfæri til að ferðaþjónustan falli ekki á tíma. Mikil bjartsýni ríkti í ferðageiranum fyrir nokkrum vikum þegar allt stefndi í að ferðamenn myndu streyma til landsins. „Það þurfa allir að taka til hendinni og hjálpast að við þetta verkefni sem fram undan er," segir Erna. juliam@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira