Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 10. desember 2010 11:00 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion Banka. Mynd/GVA Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæðið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgunverðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krónunnar. Ásgeir tæpti á því að saga flotgengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjármagni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðarúrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerfið með fljótandi gjaldmiðli," sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt," sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þremur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarnar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleiðingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prentað peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð," sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir," sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tímapunkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér," sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun," sagði Ásgeir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæðið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgunverðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krónunnar. Ásgeir tæpti á því að saga flotgengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjármagni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðarúrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerfið með fljótandi gjaldmiðli," sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt," sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þremur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarnar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleiðingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prentað peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð," sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir," sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tímapunkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér," sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun," sagði Ásgeir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira