Webber fyrstur í stormasamri tímatöku 3. apríl 2010 09:59 Mark Webber ók vel á Sepang brautinni og náði besta tíma á lokaæfingum og í tímatökunni. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India
Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira